Leiknismenn unnu í Eyjum - Grindavík aftur á toppinn
Created by PhotoWatermark Professional
Created by PhotoWatermark Professional

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindvíkingar unnu nágrannaslaginn við Njarðvík, 1:0, með marki Paul McShane úr vítaspyrnu, og endurheimtu þar með efsta sæti deildarinnar frá Þrótturum, sem þangað komust síðastliðinn miðvikudag. Gestur Gylfason, leikmaður Njarðvíkur, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.Leiknir úr Reykjavík gerði góða ferð til Vestmannaeyja og vann 2:1 sigur á ÍBV. Eyjamenn komust yfir með marki Bjarna Rúnars Einarssonar eftir um hálftíma leik, en Leiknismenn jöfnuðu skömmu fyrir leikhlé með marki Vigfúsar Arnar Jósepssonar úr vítaspyrnu. Vigfús Arnar, sem kom til Leiknis frá KR á lánssamningi fyrir skömmu, endurtók svo leikinn þegar skammt var til leiksloka og þar við sat.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.