Rokkaðu á Austurvelli með séra Óla Jóa

Á morgun laugardag mun yngsti prestur landsins séra Ólafur Jóhann Borgþórsson messa á Austurvelli klukkan 20:00 en þá hefst Rokkmessa að hætti Guðs manna. Rokkmessan tengist dagskrá á Austurvelli á menningarnótt þar sem ungt fólk innan Þjóðkirkjunnar verður áberandi.

Rokkmessan er samstarfsverkefni Miðborgarstarfs Dómkirkjunnar, ÆSKR. Í messunni leiðir hljómsveit KSS tónlistina, kristilegi stepphópurinn ICE-STEP úr Árbæjarkirkju sýnir steppdans, ungt fólk úr KSS les ritningarlestra og lýsir hvernig ritningartextinn hefur talað til þeirra. Sr. Guðni Már Harðarson næst yngsti prestur landsins flytur hugvekju og Sr. Þorvaldur Víðisson fyrrverandi prestur í eyjum og Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson yngsti prestur landsins leiða messuna og bænagjörð.

Séra Ólafur Jóhann biður alla eyjamenn sem sækja menningarnótt heim að koma og rokka með sér og hlíða á Guðs orð á Austurvelli, einnig messar séra Ólafur Jóhann í Seljakirkju á sunnudagskvöldið klukkan 20:00

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.