Á bæjarráðsfundi í gær var tekið fyrir minnisblað frá Eimskip rekstraraðila Herjólfs varðandi breytingar á bókunarreglum Herjólfs.
Breytingarnar fela það í sér að miðar með Herjólfi verða ekki endurkræfir tveimur sólarhringum fyrir brottför. Bæjarráð samþykkti breytinguna með þeirri breytingu að miðað sé við að afpanta þurfi fyrir lokun á afgreiðslu Herjólfs.
Ástæða þess að Eimskip fer fram á þessar breytingar á bókunarreglum er að koma í veg fyrir að hægt sé að bóka far með skipinu og sleppa því svo að mæta. Í sumar hefur Herjólfur oft verið fullbókaður fyrir bíla en vegna þess hversu margir bókaðir koma ekki til skips þá hefur verið hægt að koma biðlista bílum inn í skipið en erfitt er að finna út hversu margir hafa hætt við ferðir vegna þessa.
Við á eyjar.net höfum ákveðið að setja upp á spjallborðinu umræður um þessa ákvörðun Herjólfs og samþykki bæjarráðs á tillögunni. Endilega segið ykkar skoðun á málefninu og komið með betri tillögur varðandi bókunarreglur Herjólfs ef þið hafið þær.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.