Bessevisserar landsins, athugið!
3. júní, 2015

Þvílíkir gargandi snillingar sem þessir Akureyringar eru!

Eftir þetta hef ég myndað mér margar slíkar skynsemistefnur, í trúarmálum, varðandi uppeldisaðferðir og lífsskoðanir mínar um sálarlíf, hausarusl og tilfinningadrasl. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsu, eins og á yfirstandandi verkfalli heilbrigðisstarfsfólks og lögleiðingu fíkniefna en hins vegar skortir mig stundum löngun til að hafa skoðun á minna spennandi hlutum, eins og hvort og hvenær það sé hagstæðast sé að taka verðtryggð lán, hvort við eigum að vera í ESB eða hvort yfirstandi árstíð falli frekar undir það að vera haust eða vetur.

Ég á fullt af allskonar skoðunum, bæði skynsamlegum og gáfulegum en líka kjánalegum og stundum barnalegum. Allar byggjast þær samt á einhverju sem mér var kennt í uppeldinu, á lífsreynslu minni eða annarra – og líka þeirri ólukkans leti minni að apa frekar upp óupplýstar skoðanir annarra heldur en að hafa fyrir því að mynda mér mínar eigin.

En jafnvel þó ég vandi mig ofsalega vel við að mynda mér skoðun og reyni að byggja hana á vel upplýstum hugmyndum snillinga, vísindalegum rannsóknum og reynslu þúsunda einstaklinga, þá mun ég sjálfsagt seint ná að finna  “hina einu réttu skoðun”. Þegar skoðun er orðin óvéfengjaleg, eitthvað sem engin efast um og allir eru sammála um, þá er hún væntanlega hætt að vera skoðun og er orðin að staðreynd (….sem verður líklega aldrei miðað við það að það er enn til fólk sem heldur því fram að jörðin sé flöt og að þyngdarafl sé hugarburður).

Skoðun er eitt það dýrmætasta og persónulegasta sem við eigum. Skoðun er allt það sem byrjar á “mér finnst…”, “ég trúi….” og “ég held….”. Það eru einmitt skoðanir sem gera okkur einstök og ólík hvert öðru. Það sem gerir okkur einmitt skynsöm, sniðug eða kjánaleg. Skoðanir okkar eru þar af leiðandi afskaplega viðkvæmar fyrir áliti annarra því með því að tjá skoðun erum við að gefa öðrum tækifæri á að gagnrýna okkur, hafna eða jafnvel útiloka með öllu ef þær samræmast ekki skoðunum annarra.

Ég hef oft “lent” í því að þurfa að gefa afslátt af skoðunum mínum til að halda friðinn (þegar ég nenni ekki veseni). Það er hins vegar mun verra að viðurkenna að ég á það til í að fara í hinar öfgarnar – að leggja allt mitt í að sannfæra aðra um hversu miklu réttari mín skoðun er – og þá um leið hversu lakari skoðanir annarra eru, að sjálfsöðgu með það eina markmið að upphefja sjálfa mig á kostnað annarra. Í jafnvægi og á mínum góða stað átta ég mig á hversu yfirgengilegur hroki og vanvirðing felst í því að telja mig vita meira um hvaða skoðun hentar fólki betur heldur en það sjálft! Þetta gæti jafnvel flokkast undir  “skoðana-nauðgun”.

Skoðanaskipti eru hins vegar af hinu góða. Bestu samskiptin sem ég hef átt, er þar sem mér finnst ég nógu örugg til þess að setja fram skoðun eða pælingu án þess að þurfa að réttlæta mig eða verja. Mér finnst ég stundum ólýsanlega huguð að geta sett fram skoðun ef hún er ekki í takt við það sem öðrum finnst. Og stundum gæti ég hreinlega klappað af gleði þegar ég hitti fólk sem er opið fyrir nýjum hugmyndum og skoðunum og segir eitthvað í áttina við; “…Hmmm. Ég hef aldrei hugsað þetta svona, ég ætla að spá aðeins í þessu”. Þá finnst mér eins og ég hafi unnið í lottói. Þetta er það sjaldgæfur eiginleiki.

Það er tvennt sem mig langar að gefa þér með þessum pistli. Hagnýtar upplýsingar sem tók mig svo óralangan tíma að læra:

  1. Samskipti snúast að mestu um að skiptast á skoðunum, hugmyndum og/eða upplýsingum. Maður þarf bara að passa sig á því að þó þú hafir skynsama skoðun sem hentar þér og þínu lífi, er hún ekki endilega sú besta fyrir alla aðra og kannski bara alls ekki sú besta yfirhöfuð. Það sem aðskilur skoðanaskipti og skoðana-naugðun er viljinn til að leyfa fólki að ákveða sjálft hvað það gerir við upplýsingarnar sem gefnar voru.
  2. Þegar ég veit meira um hluti, aðstæður eða fólk þá stundum kemur það fyrir að ég þarf að skipta um skoðun. Þó það hefði tekið mig langan tíma að læra þettta, tók það mig samt enn lengri tíma að finna hugrekkið og leyfa mér þann munað. Það getur verið erfitt fyrir mann að hafa blásið skoðun út eins og risastórri sautjánda júní blöðru og ætla svo að skipta um skoðun. En það má! Og þetta er það sem hugrakka fólkið gerir; það gerir betur þegar það veit betur.

Mín ósk til þín er að þú finnir þitt hugrekki til að hafa þína eigin skoðun og tjá hana þó hún sé ekki í takt við það sem öðrum finnst. Að þú vitir að skoðun þín sé engu minna virði en skoðanir annarra, hvaðan svo sem úr þjóðfélagsstiganum fólkið með hina skoðunina er. Að þú takir því ekki persónulega þegar fólk hefur aðra skoðun en þú og að þú hafir hugrekki til að hlusta eftir nýjum hugmyndum og skoðunum og leyfir þér endrum og eins að skipta um skoðun.

Mín ósk út í daginn er að fá umburðarlyndi, þolinmæði og velvilja þrátt fyrir og kannski sérstaklega þegar skoðanir okkar eru ekki alveg samferða.

Með von um dásamlegan dag.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst