Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir, báðar úr Keili, eru efstar og jafnar á +5 samtals þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi 2018. Anna Sólveig gerði sér lítið fyrir og bætti vallarmetið á Vestmannaeyjavelli. Anna Sólveig lék á 65 höggum eða -5, þar sem hún fékk alls 9 fugla.
 
Guðrún Brá lék á +5 í dag eða 75 höggum. Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á +6.
 
Alls komust 19 keppendur í gegnum niðurskurðinn á Íslandsmótinu í kvennaflokknum.
 
Staðan í kvennaflokkunum er þannig:
 
1.-2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75) 145 högg (+5)
1.-2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-65) 145 högg (+5)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73) 146 högg (+6)
4.-5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (78-70) 148 högg (+8)
4.-5. Saga Traustadóttir, GR (72-76) 148 högg (+8)
6. Heiða Guðnadóttir, GM (80-71) 151 högg (+11)
7.-8. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA (80-73) 153 högg (+13)
7.-8. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-75) 153 högg (+13)
9.-15. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (79-75) 154 högg (+14)
9.-15. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (76-80) 156 högg (+16)
9.-15. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (77-79) 156 högg (+16)
9.-15. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR (75-81) 156 högg (+16)
9.-15. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (75-81) 156 högg (+16)
9.-15. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (80-76) 156 högg (+16)
9.-15. Berglind Björnsdóttir, GR (76-80) 156 högg (+16)
16. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (76-81) 157 högg (+17)
17. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (84-74) 158 högg (+18)
18.-19. Eva Karen Björnsdóttir, GR (81-78) 159 högg (+19)
18.-19. Árný Eik Dagsdóttir GKG (80-79) 159 högg (+19)
 
Anna Sólveig Snorradóttir, Keili, bætti vallarmetið í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum. Anna Sólveig blandaði sér í toppbaráttuna með frábærum hring upp á 65 högg eða -5. Alls fékk hún 9 fugla.
 
„Ég var ekki viss um að ég kæmist í gegnum niðurskurðinn miðað við hvernig ég spilaði á fyrsta hringnum. Það var eitthvað sem gerðist á upphafsholunum sem varð til þess að ég lék svona vel. Góð byrjun hvatti mig áfram og ég hef aldrei leikið svona golfhring áður,“ sagði Anna Sólveig við golf.is eftir hringinn í dag.
 
„Þetta er bara klikkað og Vestmannaeyjavöllur er uppáhaldsvöllurinn að sjálfsögðu. Ég púttaði vel og missti ekki nein pútt, ég tryggði mörg fuglafæri, sullaði niður tveimur löngum púttum og vippaði tvisvar í fyrir fugli. Þetta var bara undarlegur hringur og mér fannst stundum að ég ætti þetta ekki skilið – en ég vann fyrir þessu og næstu dagar verða spennandi,“ sagði Anna Sólveig í dag.
Eftirtaldir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn í kvennaflokknum. 
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
Andrea Björg Bergsdóttir, GKG
Ingunn Gunnarsdóttir, GKG
Þórdís Geirsdóttir, GK
Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG
Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG
Eva María Gestsdóttir, GKG
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
Særós Eva Óskarsdóttir, GR
María Björk Pálsdóttir, GKG
Laufey Jóna Jónsdóttir, GS
3Lóa Dista Jóhannsson