Sigríður Lára Garðarsdóttir er orðin atvinnumaður í knattspyrnu en í gær gekk hún til liðs við Lilleström frá Noregi.  Lilleström er í efsta sæti norsku deildarinnar og ekkert bendir til annars en liðið verði norskur meistari.  Þetta er mikill heiður fyrir Sísí Láru sem hefur um árabil verið ein af bestu leikmönnum íslensku deildarinnar.

Samningur Sísí Láru við Lilleström er til áramóta og verður þá endurskoðaður.

Sísí Lára flaug til Noregs í gær og eftir að hafa skoðað allar aðstæður skrifaði hún undir samninginn.
Hjá Lilleström er mikill metnaður fyrir kvennaknattspyrnu og allt starf þar og aðstæður til mikillar fyrirmyndar.

ÍBVSPORT greindi frá.