Íslandsmót golfklúbba fór fram dagana 17.-19. ágúst og var keppt samtímis á mörgum völlum meðal annars í Eyjum.

Piltalið 18 ára og yngri kepptu í Vestmannaeyjum, og á sama stað kepptu stúlknalið 18 ára og yngri, og telpnalið 15 ára og yngri. Drengjalið 15 ára og yngri keppti hinsvegar á Selsvelli á Flúðum.

Sigursveit Golfklúbbs Reykjavíkur í flokki drengja 18 ára og yngri

Í flokki pilta 18 ára og yngri var það Golfklúbbur Reykjavíkur sem fór með sigur af hólmi.
Hjá stúlkunum sigraði Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.

Sigursveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í flokki stúlkna 18 ára og yngri.

Hjá stúlkum 15 ára og yngri var það Golfklúbbur Reykjavíkur Korpa sem endaði efstur.
Drengirnir léku á sama tíma á Flúðum og þar var það Golfklúbbur Reykjavíkur sem sigraði.

Sigursveit Golfklúbbs Reykjavíkur Korpu í flokki stúlkna 15 ára og yngri.

Golfklúbbur Vestmannaeyja telfdi ekki fram neinu stúlknaliði sem er miður en voru hinsvegar með lið í báðum aldurshópum drengja. Eldri hópurinn endaði í 9. sæti en lið GV skipuðu Kristófer Tjörvi Einarsson, Rúnar Gauti Gunnarsson, Andri Steinn Sigurjónsson og Karl Jóhann Örlygsson. Liðstjóri var Einar Gunnarsson.
Yngri hópurinn keppti á Flúðum og endaði í 13. sæti. Liðið skipuðu Daníel Franz Davíðsson, Birkir Freyr Ólafsson, Hannes Haraldsson og Arnar Berg Arnarson. Liðsstjóri var Anna Hulda Ingadóttir.

Eldri kylfinga
Lið eldri kylfingar kepptu einnig um helgina og telfdi GV fram bæði karla- og kvennaliði.

Á Borgarnesi kepptu karlarnir í 2. deild og enduðu í 4. sæti. Fyrir hönd GV kepptu Eyþór Harðarson, Guðjón Grétarsson, Hlynur Stefánsson, Ingi Sigurðsson, Jónas Jónasson, Jóhann Pétursson, Magnús Þórarinsson, Sigurður Þór Sveinsson og Sigurjón Pálsson. Liðsstjóri var Stefán Sævar Guðjónsson.

Konurnar kepptu á Akureyri, einnig í 2. deild og enduðu sömuleiðis í 4. sæti. Lið GV skipuðu Alda Harðardóttir, Harpa Gísladóttir, Hrönn Harðardóttir, Katrín Magnúsdóttir, Unnur Björg Sigmarsdóttir og Þóra Ólafsdóttir. Liðsstjóri var Katrín Harðardóttir.