Föstudaginn 30. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur segja nokkur orð.
Sungin verða vel valin jólalög með hjálp jólasveina og að lokum færa þeir börnum góðgæti.

Ef veður verður óhagstætt verður viðburðinum frestað og mun slík tilkynning birtast á facebook síðu Vestmannaeyjabæjar og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.