Jólablað Fylkis 2018 var borið í hús í Eyjum um helgina  og sent til áskrifenda.  Blaðið er 24 bls., sama stærð og undanfarin ár. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda , Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur  skrifar Jólahugvekju,  Tryggvi Hjaltason skrifar um lífið og tilveruna, Sigurgeir Jónsson í Þórlaugargerði ræðir við   Hólmfríði Sigurðardóttir , Fríðu á Þrúðvangi  húsmóður og leikkonu og Helgi Bernódusson skrifar um merka alþýðukonu, Neríði Ketilsdóttir í Godthaab  og hennar lífshlaup.  Loks er Þátturinn Látnir kvaddir sem fylgt hefur Jólablaði Fylkis frá 1975.  Forsíðumyndina tók Sæþór Þorjörnsson grafískur hönnuður  hjá Eyjasýn  sem einnig annaðist uppsetningu blaðsins, en Landsprent prentaði.  Arnar Sigurmundsson hefur umsjón með útgáfu JólaFylkis eins og mörg undanfarin ár, en Trausti Hjaltason er ábyrgðarmaður blaðsins.

Jólablað Fylkis 2018 er einnig hægt að lesa hér á eyjafrettir.is og verður aðgengilegt þar út janúar 2019.