Það var margt um manninn við opnun myndlistarsýningar í Einarsstofu í gær. Þar sýna nemendur GRV verk sín og er þemað saga Vestmannaeyja í 100 ár.
Sýningin verður opin á opnunartíma Safnahúss til 19. febrúar.
Hver bekkur hefur sitt þema á sýningunni. Fyrsti bekkur: Húsin í bænum. Annar bekkur: Þrettándatröll. Þriðji bekkur. Þjóðhátíð. Fjórði bekkur: Eyjafólk. Fimmti bekkur: Lundinn og lundapysjur. Sjötti bekkur: Eldgosin. Sjöundi bekkur: Tyrkjaránið. Áttundi til tíundi bekkur: Sjómennska.
Myndband frá opnuninni sem Halldór B. Halldórsson tók saman má sjá neðst í fréttinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst