Vestmannaeyjar - 100 ára kaupstaðarafmæli
13. febrúar, 2019

Þann 1. janúar sl. voru hundrað ár frá því að Vestmannaeyjar fengu kaupstaðarréttindi og verður þess minnst með ýmsum hætti út afmælisárið. Fyrr í þessari viku var opnuð sýning í Einarsstofu þar sem saga Eyjanna er skoðuð með augum grunnskólabarna.

Sérstakur hátíðarfundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja verður fimmtudaginn, 14. febrúar nk. kl. 18:00 til 19:30, þegar 100 ár eru frá fyrsta bæjarstjórnarfundinum. Fundurinn verður í bíósal Kviku.

Ýmsir viðburðir tengdir afmælinu verða svo allt árið, en aðalhátíðin verður 5. júlí og tengd árlegri hátíð þegar goslokanna 1973 er minnst.

Á föstudaginn, 15. febrúar nk., verður bæjarstjórnarfundur unga fólksins í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Fundurinn verður í bíósal Kviku og munu nemendur elstu bekkinga skólans efna til bæjarstjórnarfundar á sviðinu.

Á sunnudaginn, 17. febrúar verður opið málþing í bíósal Kviku; Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja,  tækifæri og ógnanir.  Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri setur málþingið en frummælendur eru dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst sem talar um samspil atvinnulífs og menningar, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar talar um tækifærin sem liggja í ferðaþjónustunni, dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, frumkvöðull og stofnandi Protis ehf. á Sauðárkróki ræðir mikilvægi vísinda og nýsköpunar í sjávarútvegi, Ásgeir Jónsson, adjunkt við Háskólann í Reykjavík og umsjónarmaður Haftengdrar nýsköpunar segir frá nýsköpun og menntun í Bláa hagkerfinu og Tryggvi Hjaltason, senior Strategist hjá CCP og formaður Hugverkaráðs spyr Hvernig átt þú að tryggja að Vestmananeyjar sigri framtíðina?

Málþingsstjóri er Sara Sjöfn Grettisdóttir, ritstjóri Eyjafrétta.

 

Helstu dagskrárliðir framundan:

12.-19. febrúar:

Sýning á myndlist nemenda við Grunnskóla Vestmannaeyja um 100 ára sögu Vestmannaeyjabæjar. Sýningin verður haldin í Safnahúsinu og opnar kl. 16:00.  

14. febrúar 2019

Opinn hátíðarfundur í bæjarstjórn kl. 18-19:30. Fundurinn fer fram á sviðinu í aðalsal Kviku. Hátíðarsamþykktir. Boðið verður upp á kaffiveitingar að loknum fundi.  Annáll og 200 ljósmyndir þar sem stiklað er á stóru úr 100 ára sögu bæjarfélagsins og atburðum sem tengjast þróun byggðar í Eyjum.

15. febrúar 2019

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins. Í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja munu nemendur elstu bekkinga skólans efna til bæjarstjórarfundar á sviðinu í aðalsal Kviku. Skipulag fundarins verður með sama hætti og á hefðbundinum bæjarstjórnarfundi. Unga fólkið mun leggja fram tillögur, bókanir eða áskoranir til bæjarstjórnar. Fundurinn er kl. 12:00-13:30. Boðið verði upp á veitingar (pítsu eða samlokur) að loknum fundi.

17. febrúar 2019

Málþing um Vestmannaeyjar í 100 ár: tækifæri og ógnanir. Horft verður til baka og til framtíðar. Fyrirlesarar: Dr. Ágúst Einarsson, Bjarnheiður Hallsdóttir, dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, Ásgeir Jónsson og Tryggvi Hjaltason.

 

Apríl 2019

Kvikmyndahátíð á vegum bæjarfélagsins í Eyjabíó. Sýndar verða kvikmyndir, heimildarmyndir og myndbrot sem tengjast  Vestmannaeyjum.

2. til 3. júlí 2019

Úgáfudagur og dreifing afmælisrits í tilefni 100 ára afmælisins. Stærð afmælisrits verður 100 bls.  sem fer í aldreifingu innanbæjar.  Upplag  rúmlega 2000 eintök. Í ritinu verða meðal efnis, ávörp,  viðtöl, 100 ára annáll með ljósmyndum sem tengjast atburðum, þar sem stiklað er á stóru í sögu Vestmannaeyjabæjar, íbúaþróun, atvinnulífs, menningar ofl. auk umfjöllunar um bæjarstjórn í og starfsemi bæjarstofnana. Sérstök fjögurra manna ritnefnd hefur verið mynduð af fulltrúum afmælisnefndar bæjarins og Eyjasýnar hf,  en útgáfan er samstarfsverkefni og hefur verið gengið frá samkomulagi um kostnaðarskiptingu.  

5. júlí 2019   (föstudagur í goslokahelgi)

100 ára hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni. – Stuttar hátíðarræður, tónlist ofl., barnadagskrá á Stakkó. Unnið í samráði við nýskipaða Goslokanefnd bæjarfélagsins.

Kynning á framkvæmdum innanhúss og gjörbreyttu hlutverki Ráðhússins að loknum áfangaskiptum  framkvæmdum.   

Móttaka bæjarstjórnar seinni parts dags í Eldheimum fyrir boðsgesti. Forseti Íslands, forsætisráðherra, ofl. ráðherrar, alþingismenn Suðurkjördæmis, núverandi og fyrrverandi bæjarfulltrúar, bæjarstjórar og nokkrir embættismenn Vestmannaeyjabæjar ásamt mökum.

Stórtónleikar í Eimskipshöll klukkan 18.00 og 21.00.

 

Október 2019

Kvikmyndahátið á vegum bæjarfélagsins í Eyjabíó. Sýndar verða kvikmyndir, heimildarmyndir og myndbrot sem tengjast  Vestmannaeyjum.

2. til 3. nóvember 2019

Safnahelgin í Eyjum. Um er að ræða lok 100 ára afmælisársins.  Árlegur viðburður.

 

Sagan:

Þann 22. nóvember árið 1918 staðfesti konungur lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar, sem öðluðust gildi 1. janúar 1919. Sá dagur telst vera stofndagur Vestmannaeyjabæjar.

Það hafa  skipst á skin og skúrir í langri sögu sögu byggðar í Vestmannaeyjum. Gríðarleg áföll af völdum Tyrkjaránsins 1627, mannskæðra sjóslysa, mikils ungbarnadauða, brottflutnings til Vesturheims og loks eldgossins á Heimaey 1973 höfðu hvert um sig afgerandi áhrif á þróun byggðar og mannlífs í Eyjum.  Íbúafjöldinn frá 1600-1900 var yfirleitt 300-500 manns. 

Saga Vestmannaeyja og þróun fiskveiða og fiskverkunar verður ekki sundurskilin. Vélbátaöldin sem hófst í Eyjum 1906 olli atvinnubyltingu og íbúafjöldinn þrefaldaðist á 15-20 árum og var um 2000 manns þegar Vestmannaeyjar fengu kaupstaðarréttindi 1919.  Þróunin hélt áfram, en heimskreppan sem hófst 1930 hafði mikil áhrif á samfélagið í Eyjum í heilan áratug.  Eftir það fjölgaði íbúum á ný og í árslok 1972 var íbúafjöldinn kominn í 5300 manns.

Eldgosið á Heimaey 1973 og afleiðingar þess höfðu gríðarleg og viðvarandi áhrif á þróun byggðar í Eyjum. Að gosi loknu, sumarið 1973 hófst mikið uppbyggingarstarf enda hafði  þriðjungur byggðarinnar, íbúðarhús og atvinnufyrirtæki farið undir hraun og gjall. Endurreisn byggðar, atvinnu- og mannlífs voru risavaxin verkefni sem tókst að framkvæma að miklu leyti á nokkrum árum með viðtækri samstöðu íbúanna, virkri  aðstoð stjórnvalda og góðri aðstoð ýmissa aðila innanlands og utan. Sumt verður aldrei bætt, en bæjarbúar lærðu að aðlaga sig að gjörbreyttu umhverfi. Talið er að liðlega 3600 manns hafi flutt heim á ný að loknu eldgosi, en nýir íbúar bættust í hópinn á næstu árum og áratugum.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst