Málaði húsið sitt í miðju eldgosi

Um helgina voru fjölmargar listasýningar í tengslum við Goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Ein af sýningunum var ljósmyndasýning Svavars Steingrímssonar.

Svavar tók mikið af myndum í Eyjum í gosinu 1973. Ein af myndunum sem Svavar sýndi um helgina var af húsi Ragnars Baldvinssonar, fyrrverandi slökkviliðsstjóra. En Ragnar tók uppá því með hjálp góðra manna að mála hús sitt á Illugagötu í miðju eldgosi. 

Þetta festi Svavar á filmu og var þetta ein af myndunum sem hann sýndi um helgina. Ragnar var staddur á sýningunni þegar ljósmyndara Eyjar.net bar að garði og þótti upplagt að mynda hann við myndina. Mynd Svavars er tekin í maí 1973 og segir í myndtexta að engin uppgjöf sé á þessum bæ.

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.