Fullt var út á pall fyrir utan Safnahúsið á laugardaginn síðastliðinn. Tilefnið var dagskrá undir nafninu “Eyjahjartað”. Eyjahjartað hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Dagskráin um helgina sló öll met og telur forstöðumaður Safnahúss að um 250 manns hafi hlýtt á dagskrána.
Fyrir þá sem ekki komust var á staðnum Halldór B. Halldórsson og tók hann dagskrána upp. Nú sýnum við erindi Sigurjóns Guðmundssonar.
Sigurjón var virkur í Leikfélagi Vestmannaeyja sem ungur maður og talaði hann um minningar úr leikhúsinu. Þess má geta að Sigurjón er þekktur fyrir að vera hafsjór af sögum enda stálminnugur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst