Þann 14. febrúar árið 1909 boðaði Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir til fundar í Góðtemplarahúsinu í Vestmannaeyjum á þessum fundi var kvenfélagið Líkn stofnað. Stofnendur voru 25 konur í Vestmannaeyjum í dag eru 119 konur í félaginu. Þegar rýnt er í bækur og blöð sem segja sögu þessa félags, hafa margir kvennskörungarnir tekið þátt í starfinu og mörgu komið í verk.

Þegar félagið var stofnað var lífið annað og erfiðara. Upphaflega stefnumál þess voru að líkna og hlynna að bágstöddum sjúklingum, markmiðin hafa ekki mikið breyst en þróast. Starfsemin hefur farið um víðan völl í gegnum árin þó megin stefnumál félagsins sé alltaf að láta gott af sér leiða til stofanna sem þurfa á að halda og þeirra sem eiga um bágt að binda. Líknarkonur hafa einnig verið virkar í menningarlífinu, héldu í mörg ár leiksýningar, tóku þátt í þjóðhátíð Vestmannaeyja stóðu fyrir karnivali og fleirra.
Basarinn þeirra og 1.des kaffið er fyrir löngu orðið þekkt og hafa þær síðustu ár fyllt höllina í árlega kaffinu, enda ekki furða, starf þeirra er góðmennskan út í eitt og þarna fá fleirri tækifæri til að láta gott af sér leiða. Árlega standa þær fyrir vorsöfnun og merkjasölu í maí, en þetta hvoru tveggja eru fjáraflanir til að geta rétt hjálparhönd. Þær hafa síðan séð síðustu ár um kaffi Vinnslustöðvarinnar á sumardaginn fyrsta og svo áður nefndan basar og 1. Des kaffi. Þær reyna líka að huga að innra starfinu og og eru duglegar að hittast og gera eitthvað skemmtilegt.

Þær hafa árokað miklu í gegnum árin
Þetta fórnfúsa starf sem kvennfélagskonurnar vinna í þágu líknar og velfarnaðarmála almennings er magnaður. Þær hafa árokað miklu í gegnum árin og sagði gjaldkeri félagsins Kristín Gunnarsdóttir að félagið hafi styrkt einstaklinga og stofnanir eins og HSU, Hraunbúðir, Sambýlið og fleiri um rúmar 16 milljónir á síðustu þremur árum.

Starfsemin gæti varla gengið nema fyrir velunnara í bæjarfélaginu
Arna Huld Sigurðarsóttir hjúkrunardeildarstjóri hjá HSU í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Eyjafréttir ekki alls fyrir löngu að stofnunin væri öll sem hún er vegna velunnara í bænum. „Starfsemi stofnunarinnar gæti varla gengið nema fyrir tilstuðlan velunnara í bæjarfélaginu. Þær gjafir sem kvenfélagið Líkn hefur fært spítalanum í gegnum árin hafa verið ómetanlegar,“  sagði Arna Huld. Starfsfólk og sjúklingar njóta því góðs af þeirri óeigingjörnu vinnu sem Líknarkonur leggja á sig til að bæta öryggi okkar Eyjamanna. Anna Huld gekk í félagið fyrir tveimur árum og sagði aðalástæðuna vera málefnin sem þær taka fyrir. „Ég tel það forréttindi að fá að tilheyra svona flottum hópi kvenna sem vinnur af alúð og hlýju fyrir góð málefni, “ sagði Arna Huld að lokum.

Eigum við að láta gott af okkur leiða?
Ef konur vilja láta gott af sér leiða þá er alltaf opið fyrir umsóknum hjá kvennfélaginu Líkn. Það var miklu algengara hér á árum áður að konur gengu í kvennfélag, þá vildu flestar konur láta gott af sér leiða til bágstaddra og tækifæri til þess var í gegnum kvennfélag. Það er líklegast mjög góð tilfining að taka þátt í starfi sem er mannbætandi og hreinlega bjargar mannslífum.