Löng og skemmtileg æfingahelgi að baki hjá slökkviliði Vestmannaeyja með þeim Lárusi Lárus Kristinn Guðmundsson og Jóni Þór Jón Þór Jóhannsson frá Brunavörnum Árnessýslu BÁ, en þeir komu í heimsókn kenndu okkar mönnum nýjar aðferðir í reykköfun með notkun IR-myndavéla(hitamymdavéla).

Byrjað var á föstudegi með bóklegri kennslu og fræðslu um notkunarmöguleika vélanna. Laugardagurinn fór svo í verklegan undirbúning og svo að lokum verklegar æfingar með vélarnar þar sem menn voru í fullum búnaði og nýttu sér þjálfunina við leit og björgun í reykfylltum rýmum.