Toppsætið í boði á Hlíðarenda í kvöld

ÍBV strákarnir heimsækja Valsara í lokaleik fjórðu umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. ÍBV getur með sigri komist í efsta sæti deildarinnar en ÍBV hefur hingað til unnið alla þrá leiki sína. Valsmenn eru með þrjú stig eftir þrár umferðir. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Mest lesið