Bleikur leikur í Eyjum í dag ÍBV-Haukar Olísdeild kvenna

Í dag klukkan 16:00 verður sannkallaður bleikur leikur í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Þá mætast ÍBV og Haukar í Olísdeild kvenna og má búast við rosalegum leik.

Eins og flestir vita er um þessar mundir bleikur október og því fannst okkur tilvalið að hafa bleikan leik af því tilefni.

Leikmenn ÍBV munu spila í bleikum sokkum, fulltrúar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum munu vera með sölubás fyrir leik og í hálfleik ásamt því að allur aðgangseyrir mun renna óskiptur til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.

Við hvetjum ALLA til að mæta í húsið, borga sig inn á leikinn og styrkja þannig gott málefni.

Áfram ÍBV og Krabbavörn í Vestmannaeyjum!

Mest lesið