Á bleika daginn sem haldinn var 11. október runnu 1000 krónur af hverri seldri máltíð hjá Einsa Kalda til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Í vikunni afhenti Sara Sjöfn Grettisdóttir verkefna- og markaðsstjóri Einsa Kalda, Sigurbjörgu Kristínu Óskarsdóttur formanni Krabbavarnar í Vestmannaeyjum ágóðan af bleika deginum.

Sigurbjörg Kristín þakkaði  gjöfina til félagsins við afhendinguna og sagði það vera ómetanlegt hversu mikla velvild og kærleik félagið er að fá hjá fyrirtækjum og einstaklingum í samfélaginu okkar.