Björg Ólöf Bragadóttir sagði farir sínar ekki sléttar á facebook síðu sinni fyrr í dag. Þar fer hún yfir samskipti sín við Herjólf og lýsir vandamálum sem hún og Valgeir eiginmaður hennar lentu í við að koma Valgeiri til Reykjavíkur í aðgerð en færsluna má lesa hér að neðan.

Við hjá Eyjafréttum leituðum viðbragða hjá Herjólfi og var að berast eftirfarandi svar:

“Vegna umræðu um aðgengi einstaklinga í hjólastól um borð í nýja Herjólfi skal áréttað að ferjan er hönnuð í samræmi við gildandi lög og samkvæmt kröfum um aðgengi á opinberum stöðum.

Það er gert ráð fyrir festingum fyrir hjólastóla í farþegarými en jafnframt er fullkomið aðgengi í klefa ferjunnar þar sem neðri kojur falla vel að aðkomu einstaklinga í hjólastól.

Sjúkraklefa ferjunnar var breytt eftir komu hennar til Vestmannaeyja til að mæta kröfum samfélagsins enda gegnir Herjólfur mikilvægu hlutverki í sjúkraflutningum.

Það er miður ef skilaboð frá félaginu hafi verið misvísandi eða gefið annað til kynna.

Ferjan uppfyllir allar lögbundnar skyldur og jafnframt kröfur nútímans.

Starfsfólk félagsins leggur sig fram um að þjónusta íbúa, lögaðila og alla þá sem sækja Vestmannaeyjar heim og kjósa að ferðast með þessari frábæru ferju sem mun þjóna samgöngum milli lands og Eyja um ókomna tíð.

Við erum hér til að þjónusta og munum leggja mikið á okkur til að standa undir því að gera það vel.”