Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur skipt­ir úr dísi­lol­íu í raf­magn sem hlaðið er úr landi upp úr miðjum mánuði, ef ekk­ert nýtt kem­ur upp á.

Dísil­vél­in verður áfram notuð með en talið er að þegar hægt verður að sigla fyr­ir raf­magni úr landi muni 35-40% ol­íu­kostnaðar spar­ast, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Öll orka Herjólfs er úr dísil­vél­inni og hef­ur svo verið þá tæpu sjö mánuði sem liðnir eru frá því skipið kom til lands­ins. Hleðslu­búnaður­inn var sett­ur upp í Vest­manna­eyj­um og Land­eyja­höfn í haust en búnaður­inn í Eyj­um virkaði ekki. Fram­leiðend­ur segj­ast nú vera bún­ir að leysa vanda­málið og verður búnaður­inn stillt­ur í vik­unni. Í næstu viku koma full­trú­ar raf­búnaðar­ins til að stýra hleðslu inn á raf­geyma skips­ins. Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf., seg­ir að rekstr­ar­fé­lagið sé með samn­ing við Vega­gerðina um rekst­ur á ferj­unni. Tel­ur hann að gild­andi samn­ing­ar taki til drátt­ar sem orðið hafi á af­hend­ingu skips og búnaðar og verði fyr­ir­tæk­inu bætt­ur auka­kostnaður.

mbl.is greindi frá