Herjólfur III var við það að losna frá bryggju vegna hvassrar vestanáttar sem nú gengur yfir Vestmannaeyjar þannig að brugðið var á það ráð að færa Skipið á Binnabryggju.

Flotbryggja varð einnig fyrir tjóni í óveðrinu. Landgangur bryggjunnar liggur nú hálfur í kafi.

 

Vindhraðamælirinn á Stórhöfða hefur ekki sent frá sér merki síðan 7:00 í mogun sem er bagalegt þegar hvassviðri gegnur yfir. Samkvæmt vinhraðamæli við Básasker hafa kviður farið í 38 m/s og ljóst að mikið hefur gengið á. Ekkert útkall hefur borist Björgunarfélagi Vestmannaeyja þegar þetta er ritað.