Jarðskjálfti varð rétt eftir klukkan eitt í dag 4 kílómetra suð-suðaustur af Hveragerði. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar er fyrsta mat af skjálftanum að hann sé af stærð 3,9. Tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist í Hveragerði, Selfossi og á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn íbúa í Hveragerði var skjálftinn stuttur en mjög snarpur. Gyða Björg Elíasdóttir segir í samtali við fréttastofu að myndir hafi skekkst á veggjum hjá henni. Ekkert hafi þó skemmst enda skápar og hillur festar vel við veggi.

Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi Veðurstofunnar varð skjálftinn á sprungu milli Hveragerðis og Selfoss. Eftirskjálftarnir sem hafa mælst eru mun minni en fyrsti skjálftinn.

Sérfræðingur Veðurstofunnar segir ómögulegt að segja til um það hvort reikna megi með áframhaldandi eftirskjálftum eða hvort skjálftavirknin deyi fljótlega út.

Margir Eyjamenn urðu varir við sljálftann.

rúv.is greindi frá