Síldarlóðningar frá hafnargarðinum og hálfa leið út að Bjarnarey

Feðgarnir Bragi og Sigurður notuðu blíðuna seinnipartinn í gær sjósettu Þrasa VE en bátinn hafa þeir alla jafna inni yfir há veturinn. Bragi segist hafa verið að fylgjast með hval og súlukasti fyrir vestan Eyjar og augljóst að mikið líf sé í sjónum eins og oft er á þessum árstíma. „Við tókum smá prufutúr eftir að við sjósettum og það lóðaði bullandi síld alveg frá hafnargarðinum og alveg þar til við snérum við en þá vorum við komnir hálfa leið út í Bjarnarey,“ sagði Bragi Steingrímsson.

Bragi vonast til að það gefi eitthvað veður á næstu dögum svo hægt sé að komast á fiskirí. „Nú fer daginn að lengja og þá fer þetta að verða aftur skemmtilegt,“ sagði hinn síungi Bragi Steingríms að lokum.

vsv-sumarvinna2020

Mest lesið