Vinnslustöðin með nýsmíði í undirbúningi

Breki VE

Í lok síðasta árs hófst undirbúningur að nýsmíði hjá Vinnslustöðinni. „Við höfum fengið Sævar Birgisson skipaverkfræðing, sem hannaði togarana Breka og Pál Pálsson ÍS, með okkur til að hefja undirbúning að hönnun báta sem byggjast á sama prinsippi og Breki. Þar sem markmiðið er minni olíunotkun við veiðarnar,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.

Þurfum að bæta lögin

Krafa dagsins í dag á öllum sviðum er umhverfisvernd og að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Binni segir þetta mikilvægan þátt í hönnunarferlinu. „Lög og reglur um þriggja og fjögurra mílna báta samræmast engan veginn þeim markmiðum. Fyrsta verkefnið er því að hefja viðræður við stjórnvöld um að breyta lögum í þá veru að þau samræmist umhverfissjónarmiðum.  Það tekur tíma sem og annar undirbúningur,“ sagði Binni að lokum.

vsv-sumarvinna2020

 

Mest lesið