Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa fór fram í lok síðasta mánaðar þar lá fyrir umsókn um leyfi fyrir vinnubúðum við Strandvegur 81-85 um er að ræða lóðina sem áður hýsti Lifrarsamlag Vestmannaeyja. Það er Vinnslustöðin hf. sem sækir um tímabundið leyfi fyrir starfsmannabúðum á lóð sinni Strandvegi 81-85, sótt er um leyfi til 3 ára í samræmi við framlögð gögn.

Í niðurstöðu um málið vísar byggingarfulltrúi umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.

Skipulagsráð fundaði um málið í vikunni og fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

0129-4-LIFRO-PORT-02-511.pdf
VSV-25-A-0129-7-VINNUBÚÐIR-001-001.pdf