ÍBV hefur gengið frá tveggja ára samningi við Ásgeir Snæ Vignisson. Ásgeir er hávaxinn örvhentur leikmaður sem er fæddur árið 1999 og getur bæði spilað sem skytta og hornamaður. Hann hefur leikið allan sinn feril með Val en hefur ákveðið að ganga til liðs við okkur eftir yfirstandandi tímabil.

Ásgeir hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og lék meðal annars á lokakeppni heimsmeistaramóts U21 árs liða síðasta sumar með íslenska liðinu.