Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, tilkynnti það á facebook síðu sinni að hún væri komin í sóttkví ásamt eiginmanni og dóttur. Hún segir ástæðuna vera þá að hún fékk vin í heimsókn sem seinna greindist smitaður. “En það er enginn veikur og allir hressir; ennþá að minnsta kosti” segir Íris.

“Ég er búin að koma upp nýrri ”bæjarstjóraskrifstofu” í Búhamrinum og mun að sjálfsögðu halda áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorist og sinni mínum skyldum. Allir fundir í fjarfundarformi eins og undanfarnar vikur.”

Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi frá því í gær að 43 einstaklingar væru í sóttkví í Eyjum og tveir hafi greinst með smit.