Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja samkomubann sem átti á ljúka þann 13. apríl til 4. maí en þetta kemur fram í tilkynningu um málið. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á dögunum að hann hafi lagt það til að samkomubannið verði framlengt og samþykkti Svandís þá tillögu.

Vestmannaeyjabær sendi frá sér tilkynningu í hádeginu þar sem fram kemur að þann 15. apríl  verður kennsla í GRV skv. því fyrirkomulagi sem var á skólahaldi áður en til fjarkennslunnar var gripið.