Pétur Steingrímsson hefur um ára bil ásamt góðum mönnum safnað saman örnefnum í Vestmannaeyjum og unnið að því að koma þeim á aðgengilegt form. Í dag vígðu Pétur og félagar nýtt upplýsingaskilti sem staðsett er á útsýnispallinum á Flakkaranum um örnefni í Mið- og Ystakletti. Óskar Ólafsson prentari hefur unnið myndvinnsluna fyrir hópinn en margir hafa komið að verkum hópsins í gegnum tíðina.

Hópurinn stóð fyrir skemmtilegri sýningu á örnefna myndum á goslokum 2017 og má segja að skiltið á flakkaranum sé framhald á þeirri góðu vinnu. Vestmannaeyjabær stendur straum af öllum kostnaði og vinnu við uppsetningu á skiltunum.