Vinnslustöðin óskar sjómönnum sínum gleðilegs sjómannadags! Megi sjómannadagshelgin verða þeim og fjölskyldum þeirra fagnaðarrík, sem og öllu öðru starfsfólki félagsins með þakklæti fyrir samstöðu og baráttuvilja á erfiðum tímum kórónufaraldurs í vetur og vor.

Minnumst þess samt að veiran er fjáranum lúmskari og ósigruð enn þótt úr henni sé mesti vindurinn.

  • Gefum því ekkert eftir með hreinlæti og sótthreinsun.
  • Virðum áfram rétt fólks til að halda fjarlægð og gæta sín þar sem margir koma saman.
  • Höfum í huga að vínveitingastöðum er einungis heimilt að hafa opið til kl. 23.

Allt er þetta gert með hagsmuni okkar og heilsu í huga og við erum blessunarlega á réttri leið, þökk sé einmitt ströngum samskiptareglum sem eru virtar!

Að svo mæltu hitum við upp með fáeinum myndum frá hátíðarhöldum Sjómannadagsins 2019.

Sömuleiðis fljóta með nýjar myndir af Breka VE. Hann verður á þurru landi fyrir sunnan um helgina,  lætur snúast í kringum sig til snyrtingar í slippnum og virðir tveggja metra regluna.

Brátt kemur kappinn heim aftur nýmálaður,  úthvíldur og til í allt. Eða svo gott sem.