Vestmannaeyjar fyrsti bærinn til að 5G-væðast í heild sinni

Vestmannaeyjar eru orðnar hröðustu eyjar landsins og jafnvel heimsins en Nova hefur nú komið upp 5G sendum í Eyjum sem margfalda munu mögulegan nethraða heimila í bænum frá því sem áður var. Bærinn er sá fyrsti til að 5G-væðast í heild sinni hér á landi en Nova vinnur nú að því að byggja upp þjónustusvæði 5G á landinu öllu. 5G er enn aðeins komið á ákveðnum svæðum í höfuðborginni en á heimsvísu er 5G væðingin aðallega bundin við stórborgir og stærri þéttbýlissvæði. Því er ekki loku fyrir það skotið að Vestmannaeyjar séu í dag með mesta nethraða allra minni eyjasamfélaga í heiminum.

Tíföldun á flutningsgetu
5G þjónusta Nova fór í loftið í byrjun maí en prófanir höfðu staðið yfir hjá fyrirtækinu í rúmt ár. 5G hefur verið að ryðja sér hratt til rúms í heiminum en hraði og flutningsgeta gagna með 5G er um tífalt meiri en á 4G kerfinu. Nova er eina fjarskiptafyrirtækið sem er byrjað að bjóða upp á 5G hér á landi en samhliða innleiðingunni á 5G mun Nova fasa út 3G fjarskiptakerfi fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að taka niður síðasta 3G sendinn fyrir lok árs 2023.

Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjarskipta hjá Nova segir 5G bjóða upp á gífurlega hratt streymi. „Vestmannaeyjar hafa verið keyrðar alfarið á 4,5G sendum en 5G býður upp á meiri afköst, gífurlega hratt streymi, styttri svartíma, og niðurhal á ofurhraða. Eyjarnar eru því í dag með mestu mælanlegu afkastagetu þegar kemur að þráðlausum fjarskiptum. Flestir í Vestmannaeyjum nota um þessar mundir Ljósnet þar sem hámarkshraði heimatengingar er 50 Mb/s en 5G mun að jafnaði skila 150-200 Mb/s hraða á sekúndu og fara reglulega upp fyrir 1.000 Mb/s sem er með hröðustu tengingum á markaðnum í dag. 5G hraði jafnast á við öflugustu ljósleiðaratengingar þar sem þú getur hlaðið niður allt að 2,3 GB á sekúndu og svartíminn er undir 10 millisekúndur! Þessi hraði í gagnaflutningum gerir mögulegt að framkvæma ýmsa hluti sem lengi hafa verið taldir til vísindaskáldskapar, svo það er spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“

HS – rafmagn rofið

Hröðustu eyjar í heimi!
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova sagðist í samtali við Eyjafréttir spennt að þjónusta Eyjamenn enn betur. „Við hjá Nova höfum átt gott samband við Eyjar í gegnum árin og höfum t.a.m. sett upp búnað þar fyrir hverja Þjóðhátíð til að mæta auknu álagi á kerfið. Við erum spennt að þjónusta Eyjamenn ennþá betur og koma þeim í hraðasta netsamband sem til er á markaðnum í dag. Eyjar verða þá líklega orðnar hröðustu eyjar í heimi!“

Hittu Nova í Eyjum!
Sérfræðingar Nova verða í Pennanum Eymundsson í Vestmannaeyjum dagana 3.-7. júlí næstkomandi og munu aðstoða fólk sem vill komast í háhraða 5G samband.

Mest lesið