Landgangurinn við Herjólf hrundi

Nýi landgangurinn við Herjólf hrundi rétt í þessu af festingunum við afgreiðsluhúsið. Viðgerð hefur staðið yfir á landgangnum og verktaki gefið grænt ljós á notkun landgangsins. „Við vorum bara að bakka að þegar þetta gerðist. Það var umferð þarna í kring og mikil mildi að ekki fór verr,“ sagði Gísli Valur Gíslason skipstjóri á Herjólfi í samtali við Eyjafréttir. Gísli sagði að skoðun stæði yfir í þessum töluðu orðum og óljóst hvert framhaldið væri.

Mest lesið