Áhöfnin á Þórunni í sóttkví

Þórunn Sveindóttir VE401

Allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni Sveinsdóttur VE eru komnir í sóttkví þetta staðfesti Gylfi Sigurjónsson skipstjóri í samtali við Eyjafréttir. „Já það var strákur með okkur í síðasta túr sem lauk á miðvikudag sem greindist smitaður á laugardaginn,“ sagði Gylfi. Allir áhafnarmeðlimir á Þórunni sem fóru í frí eftir síðasta túr eru nú í sóttkví. Skipið fór aftur til veiða á miðvikudagskvöld með hluta þeirrar áhafnar sem var um borð með einstaklingnum sem seinna greindist jákvæður. „Við erum í stöðugu sambandi við rakningar teymið og heilbrigðisyfirvöld hér í Eyjum og förum eftir þeirra leiðbeiningum. Þeir eiga bara að klára túrinn svo framarlega að ekki verði vart við nein einkenni um borð. Það fara svo allir í skimun þegar þeir koma í land á miðvikudag. Þá er liðin vika frá því við vorum síðast í samskiptum við þennan aðila,“ sagði Gylfi að endingu.

Mest lesið