Í síðust viku rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Mikill fjöldi umsókna barst sjóðnum eða samtals 165 umsóknir. Umsóknirnar skiptast í eftirfarandi tvo flokka, menningarverkefni samtals 93 umsóknir og atvinnu- og nýsköpunarverkefni samtals 72 umsóknir.

Hrafn Sævaldsson ráðgjafi fyrir SASS í Vestmannaeyjum staðfesti í samtali við Eyjafréttir að þó nokkrar umsóknir hafi borist um verkefni í Vestmannaeyjum í báða flokka sjóðsins. Allir umsækjendur fá sendan tölvupóst um niðurstöðu fagráðs og stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eigi síðar en 2. nóvember 2020.