Enn er ófært er til Landeyjahafnar vegna bæði veðurs og sjólags, því siglir Herjólfur III til Þorlákshafnar seinni ferð dagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl: 17:00
Brottför frá Þorlákshöfn kl: 20:45

Þeir farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum hafa verið færðir sjálfkrafa, þeir sem eiga bókað í eftirfarandi ferðir þurfa að hafa samband við skrifstofu , 18:15, 19:30, 22:00 og 23:15. Við viljum einnig góðfúslega benda fólki á að þegar þetta tímabil gengur í garð þá er alltaf hætta á færslum milli hafna og því ekki æskilegt að skilja bifreiðar eftir í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Þeir farþegar sem ætla sér að nota gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað og bera ábyrgð á sóttkvörnum á sínu svæði.