Við hjá Vinum Ketils Bónda viljum benda fólki á uppruna MOM Air brandarans. Eins og öllum ætti að vera kunnugt, þá vorum það við sem föttuðum upp á þessum brandara, þegar við skreyttum fallegasta mannvirki Herjólfsdals, Vitann, með þessum hætti fyrir Þjóðhátíðina 2019 (sjá meðfylgjandi mynd).

Nú hefur einhver bíræfinn pjakkur stolið þessu djóki af okkur og spilað því út sem sínu eigin spaugi. Við förum hér með formlega fram á það að listamaðurinn Odee (Oddur Eysteinn Friðriksson) viðurkenni Vini Ketils Bónda sem upphafsmenn MOM Air brandarans. Að öðrum kosti sjáum við okkur ekki annað fært en að reisa honum níðstöng.
Þér hafið fengið aðvörun, herra Oddur.