Gunnar Már Kristjánsson var vígður til prests í Stamsund kirkju í Lofoten í Noregi þann 5. janúar síðastliðinn. Gunnar er hress Eyjapeyi sem hefur alla tíð verið virkur í félagsskapnum Vinum Ketils bónda og áberandi í þeirra hópi. Það lá beinast við að byrja á að spyrja Gunnar hvernig VKB villingur verður prestur í Noregi?

„Svarið er í sjálfri spurningunni. Þegar maður tilheyrir bræðrafélagi eins og VKB eru manni allar dyr opnar. Enda samtök með alþjóðleg ítök og erum við bræður ötulir í að hvetja hvern annan áfram í vitleysunni.“ Gunnar var þó ekki lengi að skipta yfir í alvarlegri gír eins og kirkjunnar manni sæmir. „Það er ekki öllum gefið að ná einbeitingu og fótfestu í lífinu á ungdómsárunum og fyrstu árunum sem fullorðinn. Þeir sem muna eftir mér á eyjunni fögru muna eflaust að áfengi var ekki mín stærsta gæfa og var ég það sem Birgir Þór bakari kallar „lundabarn“. Árið 2005 lánaðist mér að hætta að drekka áfengi. Byrjaði ég á sama tíma að leita meira í trúna.“

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In