Margt bendir til þess að lið Grænhöfðaeyja verði þriðja liðið til að draga sig úr keppni vegna jákvæðra kórónuveirusmita á heimsmeistaramóti karla í handbolta sem hefst í dag. Fari svo er Holland þriðja varaþjóðin á lista Alþjóðahandknattleikssbandsins IHF. Áður hafa Bandaríkin og Tékkland þurft að draga lið sín úr kepni vegna veikinda. Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson er landsliðsþjálfari Hollands.

„Ég er bara staddur á hótelherbergi við Schiphol-flugvöllinn hér í Amsterdam. Það er í það minnsta búið að afpanta flugið mitt heim til Íslands á eftir og ég er á leiðinni í Covid-próf,“ sagði Erlingur í samtali við RÚV í morgun.

Erlingur segir IFH verið í stöðugum samskiptum við hollenska sambandið. „Ef þetta verður ættum við að geta tekið flug yfir til Egyptalands annað kvöld. Það er verið að henda okkar leikmönnum í Covid-próf bara hér og þar í þessum töluðu orðum.“