Í dag verður haldinn íbúafundur um niðurstöðu þjónustukönnunar Gallups með fjarfundarbúnaði Zoom. Fundurinn hefst kl. 17:30.

Fundurinn fer í loftið klukkan 17:15 og verður hægt að fylgjast með honum á tvo vegu: Annars vegar í gegnum Zoom, en þar gefst þátttakendum tækifæri að fylgjast með kynningunni og taka þátt í umræðum á umræðuborðum. Hins vegar á YouTube. Þar verður útsendingu af fundinum streymt í gegnum miðilinn. Hægt verður að fylgjast með kynningu á niðurstöðum könnunarinnar og lokaorðum, en ekki verður hægt að taka þátt í, né fylgjast með umræðum, í gegnum YouTube.
Þeir sem að vilja taka þátt í fundinum geta tengt sig á slóðinni hér að neðan, hafi þeir uppsettan Zoom hugbúnaðinn :

https://zoom.us/j/93212530497?pwd=Z0M5UUNyenhiZ2ZuaXZ1NmtscTZKdz09

Þeir sem að vilja tengja sig handvirkt við fundinn geta notað eftirfarandi tengiupplýsingar í Zoom:
Meeting ID: 932 1253 0497
Passcode: 230173

Þeir sem að vilja fylgjast með fundinum, en hyggjast ekki taka þátt í umræðum, geta fylgst með beinni útsendingu á YouTube í spilaranum hér að neðan. Bein útsending verður frá kynningu bæjarstjóra á niðurstöðum könnunarinnar og svo á samantektinni á eftir umræðum. Umræður á umræðuborðum verða hvorki teknar upp né sendar út beint.