Viska, Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Blár apríl, styrktafélag barna með einhverfu, bjóða upp á frían aðgang að fyrirlestri um heim einhverfunnar með Aðalheiði Sigurðardóttur. Fyrirlesturinn er sjónrænn, hvetjandi og hlý upplifun fyrir alla.

Erindið fer fram á Zoom 4. maí kl. 17:00 og stendur yfir í um klukkutíma. Þátttakendur þurfa að skrá sig á erindið hjá Visku í síma 4880100 eða á [email protected] Fram þarf að koma nafn, kennitala, netfang og stéttarfélag.

Aðalheiður er stofnandi verkefnisins Ég er unik. Hún hefur haldið fyrirlestra í fleiri ár, bæði á Íslandi og í Noregi um sitt ferðalag sem móðir barns á einhverfurófi. Hún er núna með nýjan og öðruvísi fræðslufyrirlestur um einhverfu. Í honum fer Aðalheiður með ykkur í ferðalag inn í heim einhverfunnar og leyfir ykkur að reyna á eigin líkama hvernig annars konar skynjun getur verið áskorun í dagsdaglegu lífi. Við fáum ekki aðeins fræðslu um hvað er einhverfa og hvernig einkennin birtast, heldur einnig hvers vegna. Hún endar svo fyrirlesturinn sinn á dýrmætum ráðum um hvernig við getum hjálpað