Þroskahjálp í Vestmannaeyjum býður til fundar um atvinnumál fatlaðs fólks. Fundurinn verður haldinn í dag 28. apríl í Visku – Ægisgötu 2 frá kl 12:00-13:00. Boðið verður upp á súpu og brauð.

Sara Dögg Svanhildardóttir verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp í Reykjavík mun leiða fundinn. Með henni verður Guðlaug M. Dagbjartsdóttir frá Vinnumálastofnun. Sara Dögg mun annars vegar fara yfir stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði og hvernig er hægt að styðja við fyrirtæki til að tryggja fötluðu fólki atvinnu. Guðlaug M. Dagbjartsdóttir frá Vinnumálastofnun á Suðurlandi fer yfir þjónustuna sem er í boði fyrir atvinnurekendur.