Handknattleiksdeild ÍBV hefur gengið frá samkomulagi og skrifað undir 2 ára samning við Mariju Jovanovic sem mun leika með kvennaliði félagsins á komandi tímabilum.
Marija er 26 ára serbneskur leikmaður, hávaxin og mjög öflug á báðum endum vallarins. Marija hefur leikið undanfarin ár með ZORK Jagodina í Serbíu en þær urðu serbneskir meistarar á dögunum. Á síðustu 4 árum hefur lið hennar 3x unnið meistaratitilinn í heimalandinu, 2x bikarkeppnina og 1x meistara meistaranna. Marija er í landsliðshópi Serbíu og er nú við æfingar með liðinu. “Við erum afar ánægð með að vera að fá Mariju til liðs við ÍBV-fjölskylduna og bjóðum hana hjartanlega velkomna,” segir í tilkynningu frá félaginu.