Næstkomandi miðvikudag 1.september hefst vetraráætlun Herjólfs. Herjólfur kemur til með að sigla samkvæmt henni þar til annað verður tilkynnt.

Áætlunin er sem hér segir :
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 16:00, 18:30 og 21:00.
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 17:15, 19:45 og 22:15.

Strætó kemur til með að fylgja ferðum kl. 09:30 og 18:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 10:45 og 19:45 frá Landeyjahöfn. Fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi að þeir farþegar sem ætla að nýta sér seinni ferð strætó til Landeyjahafnar koma ekki til með að þurfa að bíða í Landeyjum til 22:15 líkt og áður var, heldur ná þeir ferð kl. 19:45.