Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Heildarúthlutun er 322 þúsund ÞÍG tonn sem er lækkun um 37.000 ÞÍG tonn frá því í fyrra. Úthlutun í þorski er um 202 þúsund tonn og dregst saman um 29 þúsund tonn frá fyrra ári. Úthlutun í ýsu er rúm 33 þúsund tonn og lækkar um 3 þúsund tonn milli ára. Skýrist það á 8 þúsund tonna aukaúthlutun sem var í byrjun sumars.

Aflamarki er úthlutað á 424 skip í eigu 308 aðila. Fimmtíu stærstu útgerðarfyrirtækin fá 90,60% af úthlutuðu aflamarki og hækkar það hlutfall lítillega frá í fyrra. Mestu úthlutun fær Brim hf. til sinna skipa eða 9,33% af heildinni, næst kemur Samherji Ísland efh. með 7%, þá FISK Seafood ehf. með 6,22% og Þorbjörn hf. með 5,34%. Það skipið er Sólberg ÓF-1 (2917) í eigu Ramma  sem fær mestu aflamarki úthlutað, eða 10.000 ÞÍG tonnum. Guðmundur í Nesi ER-13 (2626) í eigu Brim hf.fær næst mest, u.þ.b. 8.500 ÞÍG tonn. Er þetta lækkun frá því í fyrra.

  • Bátar með krókaaflamark eru nú 242 og fækkar um 3.
  • Skipum í aflamarkskerfinu fjölgar um 5 á milli ára og eru nú 181.
  • Bátar undir 15 m og 30 btn. fá úthlutað rúmlega 45 þúsund ÞÍG tonnum.
  • Bátar 15 m, 30 btn. og stærra fá úthlutað 376,3 þúsund ÞÍG tonnum.

Skel- og rækjubætur

Alls 1.852 ÞÍG tonnum er úthlutað sem skel- og rækjubótum og er það sama magn og í fyrra og fara þau til 46 báta en þeir voru 50 á fyrra ári.

Hér má sjá heildarskrá yfir úthlutun aflamarks til einstakra skipa, rækju-og skelbætur ársins og yfirlitsskjal þar sem hægt er að skoða úthlutunina útfrá margvíslegum sjónarhornum.