ÍBV strákarnir halda í Garðabæinn í dag og mæta Stjörnunni í TM-Höllinni. Um er að ræða leik úr 3. umferð Olísdeildar karla sem frestað var í byrjun október. ÍBV og Stjarnan sitja í fjórða og fimmta sæti Olísdeildarinnar með 12 stig hvort eftir átta leiki. Sigurliðið í leiknum fer upp að hlið Valsmanna sem eru með 14 stig í öðru sæti. Skilji liðin jöfn jafna þau metin við FH sem er í þriðja sæti með 13 stig.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er í beinni útsendingu á Youtube rás Stjörnunnar