Áhugi er fyr­ir því að kaupa frá Fær­eyj­um til Íslands ferj­una Teist­una, sem sl. tutt­ugu ár hef­ur verið notuð til sigl­inga til Sand­eyj­ar frá Skop­un á Sand­ey, skammt frá Þórs­höfn. Frá þessu var greint í gær á vef Kringvarps, sem er rík­is­út­varpið í Fær­eyj­um og mbl.is segir frá.

Í frétt­inni eru þess­ar fyr­ir­ætlan­ir sagðar tengj­ast því að Fær­ey­ing­ar fái Herjólfi III, sem hef­ur að mestu legið við bryggju í Vest­manna­eyj­um ónotaður síðan Herjólf­ur IV kom til lands­ins sum­arið 2019.

Hef­ur í því sam­bandi meðal ann­ars verið rætt meðal full­trúa Vega­gerðar­inn­ar og Strand­far­skipa, sem sinna al­menn­ings­sam­göng­um í Fær­eyj­um, að hægt verði að fá Herjólf til baka með stutt­um fyr­ir­vara, ef á þarf að halda vegna sigl­inga til og frá Vest­manna­eyj­um. Meðal Fær­ey­inga hef­ur verið áhugi á að nota Herjólf til sigl­inga milli Þórs­hafn­ar og Þver­eyr­ar á Suðurey, en þar í mill­um er að jafnaði um tveggja stunda sigl­ing á opnu hafi.