Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður seinni ferð dagsins til Þorlákshafnar vegna veðurs og sjólags. Bæði þrengslin og heiðin eru lokuð og opna ekki fyrr en á morgun. Suðurstrandarvegurinn er opin, en færðin er ekki góð og gæti hann lokast von bráðar.

Ákvörðum sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, vonum við að farþegar okkar sýni því skilning. Herjólfur siglir skv. áætlun til Þorlákshafnar á morgun og þar til annað verður tilkynnt.