Eyverjar skora á ráðherra

0
Eyverjar skora á ráðherra
Hér má sjá hluta af nýkjörinni stjórn Eyverja, f.v. Tinna Mjöll, Bogi Matt, Stefán Gauti, Arnar Gauti, Elísa Hallgríms, Tanya Rós, Andrea Inga, Snorri Rúnars og Elísabet Lilja. Á myndina vantar Birki Frey Ólafsson og Míu Rán Guðmundsdóttur

Aðalfundur Eyverja var haldinn sunnudaginn 27. febrúar. Þar var kjörin ný stjórn og þar er Arnar Gauti Egilsson nýr formaður. Við horfum björtum augum á framtíð félagsins og til komandi sveitastjórnarkostninga. Á aðalfundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem er svo hljóðandi:

„Eyverjar skora á ráðherra háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu.“

Nýkjörin stjórn Eyverja, félgs ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum