Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi er að hefja fundarröð um landið í dag og verður opinn fundur í Vestmannaeyjum í dag í Þekkingarsetrinu milli kl. 16:00 og 17:00 og er fundurinn öllum opinn.

Fundurinn hefst með fyrirlestri tveggja starfsmanna SFS og einnig verður fyrirlesari frá Vestmannaeyjum. Boðið verður upp á hressingu á fundinum. Yfirskrift fundanna er: Það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi!