Vestmannaeyjabær og Landamerki ehf. hafa gert með sér samkomulag um að Landamerki ehf. annist rekstur og umsjón þjónustumannvirkja þeim tengdum í Herjólfsdal og við Þórsheimilið í Vestmannaeyjum.

Samningurinn kveður á um að samstarfsaðili taki að sér að veita alla almenna þjónustu á tjaldsvæðum bæjarins, en jafnframt að annast daglegan rekstur, þ.m.t. starfsmannahald, kaup á þjónustu- og rekstrarvörum, sértækan rekstur og létt viðhald.

Miðað er við að tjaldsvæðin séu opin ferðafólki frá 1. maí til 30. september ár hvert. Samningurinn er til þriggja ára. Til stendur að ráða staðbundinn einstakling til að sinna tjaldsvæðunum í Vestmannaeyjum. Fram að því er hægt að hafa samband við Sreten Ævar hjá Landamerkjum í síma 778 8708 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]. Hann tekur m.a. við pöntunum.